Kandidat í formannsslaginn?

Þrátt fyrir að Dagur B. Eggertsson hafi unnið Árna Pál Árnason í slag um varaformanninn hjá Samfylkingunni, held ég að flestum hafi verið ljóst að ekki væri sjálfgefið að Dagur yrði næsti formaður. Jóhanna hafði virðingu sem ábyggilegur stjórnmálamaður, en fylgi hennar hefur hrunið. Nánast ekkert hefur heyrst til Dags og lítið til Árna Páls, þá kemur óvænt grein frá Kristrúnu Heimisdóttur. Þrátt fyrir að greinin sé löng og ítarleg, þá er hún afar vel læsileg og skýr. Hún er hreinskilin án þess að meiða.

Þeir sem fylgjast með samkeppni Samfylkingar og VG hafa séð að fylgi VG er á uppleið á kostnað Samfylkingar. Ekkert virtist benda til annars en að sú þróun héldi áfram. Grein Kristrúnar veikir VG í þeirri baráttu. Kristrún sýnir fram á að VG er ekki treystandi fyrir svo vandasömum verkefnum. Jafnframt hljóta að vakna upp spurningar, hvernig stóð á því að ráðherrar og alþingismenn Samfylkingarinnar hafa verið jafn eindregnir í stuðningi við að semja þau samningsdrög sem fram hafa komið. Ekki síst í ljósi þeirrar þekkingar sem innan Samfylkingarinnar var varðandi Brusselviðmiðin. Það sýnir sýnir veikleika Jóhönnu en einning annarra forystumanna Samfylkingarinnar.

Ein af þeim skýringum sem fram hafa komið, hvers vegna forráðamenn Samfylkingarinnar gerðu ekkert með Brussel viðmiðin, er barátta milli vinstri og hægri aflanna innan Samfylkingarinnar. Með brotthvarfi Ingibjargar náði vinstri armurinn völdum og þá var allt það sem Ingibjörg stóð fyrir af hinu illa. Nú er meira að segja vinstri arminum innan flokksins orðið ljóst að engin atvinnuuppbygging er að vænta  í ríkisstjórn með VG. Í örvæntingu sinni leita þeir til Framsóknar sem ekkert vill með Samfylkinguna hafa eftir reynslu þeirra af minnihlutastjórnuninni sálugu.

Kristrún Heimisdóttir hefur  stimplað sig inn sem kandídat í formannslaginn með eftirminninlagum hæti. Hún hefur áður sýnt að hún er glögg og hefur hugmyndir til þess að bæta samfélagið. Það er með ólíkindum hversu lítið hefur verið fjallað um grein Kristrúnar, miðað við þau áhrif sem hún hefur haft út í þjóðfélagið. Þegar hún var spurð hvort greinin hefði verið skrifuð í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu, svaraði hún ég heiti Kristrún Heimisdóttir og er 37 ára gamall lögfræðingur. Það sem hún sagði ekki, var, og ég gef kost á mér til formennsku í Samfylkingunni. Það  væri fengur fyrir pólitíkina að fá Kristrúnu fram.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband