Maybe I should have, taka tvö!

Grein Kristrúnar Heimisdóttur hefur kallað á miklar umræður. Það vekur nokkra athygli hverning fjölmiðlar ákveða að fjalla um greinina, en full ástæða væri til þess taka málið upp í  umræðuþáttum. Ingibjörg Sólrún reyfaði þetta mál fyrir allnokkru síðan, sem þá fékk litla athygli.

Svavar Gestsson kemur nú fyrstur fram til svara og segir Jóhönnu Sigurðardóttur hafa verið beitta miklum þrýstingi þegar hún sagði að eftirá hefði átt að kalla til sérfræðinga í samningamálum í stað Svavars Gestssonar, eða eins og sagt var forðum ,,maybe I should have". Jóhanna sagði þó bara það sem sjálfsagt yfir 90% þjóðarinnar er alveg sammála um.

Nú kemur Steingrímur með útspil. Samningsdrög frá fyrri ríkisstjórn. Samtímis kannast hann ekkert við að hafa heyrt um svokölluð Brusselviðmið, og hafi þó setið í utanríkisnefnd.

Er hér um að ræða valdatafl milli Steingríms og Ingibjargar Sólrúnar. Eru stjórnarflokkarnir að skapa sér stöðu, þegar til stjórnarslita kemur. Eða er hér um að ræða allsherjar klúður í ráðuneytunum, þar sem mikilvægir þættir komust ekki til skila. Fjölmiðlar þurfa að fylgja þessu máli vel eftir. Það sem fram er komið dugar nú ekki til þess að þeir Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson fari að hoppa upp vinsældarlistann hjá þjóðinni. Staðreyndirnar þurfa hins vegar að koma fram. Það skyldi þó aldrei vera að það verði fleiri sem þurfi að segja okkur ,, Maybe I should have".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta er sannarlega rétt að ræða allt saman og mér finnst ekkert að því að fram komi mismunandi sjónarmið núna einkum þegar sýnt er að Icesafe I og II eru úr sögunni. ( eða hvað á maður að halda?) Þá hlýtur að vera tími til endurskoðunar. Hver hefur væntanlega sína sögu að segja bæði af forsögu mála og sjálfum samningunum. Til dæmis leggur Indriði áherslu á að ekki megi oftúlka "Brusselviðmiðin". Þar sé Kristrún á hálum ís. Hún segir að málin hafi aldrei átt að fara í tvíhliða viðræður en Indriði segir að það hafi aldrei verið annað uppi á borðinu. Hvort hér sé verið að deila um keisarans skegg get ég ekkert sagt en það verður ekki samið á öðrum grundvelli samt af hálfu Hollendinga og Breta en að íslensk stjórnvöld "ábyrgist tryggingasjóð innistæðueigenda" sem er sjóður hinna formlegu fórnarlamba óábyrgrar bankastarfsemi. Það að íslenskir ríkisborgarar muni súpa seiðið af þeirri gjörð hafa þeir ekki miklar áhyggjur af. Þess vegna er gaman að heyra Evu Joly gagnrýna einmitt þau viðhorf. Hvort það sé á þessu stigi hægt að afstýra svoleiðis óréttlæti nema verða fyrir barðinu á öðru verra veit enginn. Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki þorað að taka þann slag fyrir okkar hönd. Mín einlæga skoðun hefur verið frá því um áramótin að þessi ríkisstjórn eigi að segja af sér vegna trúnaðarbrests.

Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er sérlega ánægjulegt að fá gagnrýnið innlegg. Það er líka umdeilanlegt að við eigum að ,,ábygjast tryggingarsjóð innstæðueigenda". Almennt var ekki haft áhyggjur af þeim sjóði, þar sem Íslendingar lögðu inn í þann sjóð, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Ástæða þess að hin Evrópulöndin þrýstu á Ísland að ábyggjast tryggingarsjóðinn var sú að ef sparifjáreigendur gætu ekki verið vissir um að innstæður væru tryggðar, hefði bankakerfið í Evrópu getað hrunið. Í ljósi þessa gerði Árni Matthíasen samning við Hollendinga. Þeim samningi var mótmæt hérlendis og þá var samið um svonefnd Brusselviðmið.

Það sem mestu máli skiptir er að sjórnmálamenn beri hag þjóðarinnar ofar því að verja þau mistök sem gerð hafa verið, hvort það hefur veirð í tíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eða í tíð Samfylkingar og VG.

Þjóðin treystir stjórnmálamönnunum okkar ekki, og það er afskaplega fátt sem byggir upp það traust að nýju. Nýjasta dæmið um dómgreindarleysi stórnmálamannana er þegar Svavar Gestsson kom fram og reyndi að réttlæta afleita frammistöðu sína. Hann vogaði sér að segja að Jóhanna Sigurðardóttir hefði verði undir þrýstingi þegar hún sagði að það verið skynsamlegara að velja annan betur hæfan til þess að stýra samningaviðræðum okkar við Breta. Það þarf ekki að beyta almenning neinum þrýstingi til þess að komast að þessari niðurstöðu. Sendiherrann ætti að hundskast til Danmerkur og láta fara lítið fyrir sér fara.  

Sigurður Þorsteinsson, 11.2.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband