Vanhæf ríkisstjórn!!!!!

Ríkisstjórn Íslands hefur unnið gegn hagsmunum Íslendinga í langan tíma. Hún hefur unnið gegn íslenskum hagsmunum í Icesave. Markvisst hefur þetta lið leitast við að verja algjörlega óásættanleg vinnubrögð samninganefndar í stað þess að viðurkenna mistök og vinna fagnlega að verkefninu.

Við kjósendur sem ekki erum vanir að mótmæla þurfum að mæta á Austuvöll við þurfum að mæta að stjórnarráðinu og fara að fyrirmynd byltingarsinna frá í vor og berja bifreið forsætisráðherra og fjármálaráðherra, kasta tómötum og eggjum.

Við þurfum byltingu ekki í anda Álfheiðar Ingvadóttur heldur í anda venjulegs fólks. Burt með vanhæfa ríkisstjórn, fyrstu kommúnistastjórn Íslandssögunnar!!

Fellum Icesave. Mælirinn er fullur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Ég mun mæta!

Elís Már Kjartansson, 19.2.2010 kl. 18:39

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þessi ríkisstjórn er ekki einungis vanhæf heldur sjálfhverfasta ríkisstjórn allra tíma. Nýjustu fréttir af viðræðum við Breta og Hollendinga gegnum sendiráð Bandaríkjanna undirstrikar það að þessi ríkisstjórn hugsar einungis um sína hagsmuni en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Össur segir að Icesave málið megi ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu... af hvaða ástæðu, jú af því að þá fellur ríkisstjórnin. Ekki af því að það setji þjóðina í vanda, heldur af því að það setur ríkisstjórnina í vanda. Það væri því blaut vatnsgusa framan í Össur ef að hann vissi að hluti þjóðarinnar finnst að hann og ríkisstjórn Íslands séu ekkert að gera neitt of góða hluti og að það væru til verri kostir í stöðunni fyrir íslenska þjóð en að þessi ríkisstjórn hrökklaðist frá.

Stjórnarandstaðan hefur reynt mjög lengi, án árangurs að troða því inn í haus ráðherra ríkisstjórnar Íslands að Icesave málið snýst um Icesave málið en ekki framtíð ríkisstjórnar Íslands. Þau geta séð sjálf um að drulla upp á bak, þurfa ekki að nota Icesave málið til þess. 

Jóhann Pétur Pétursson, 19.2.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Ragnar G

Blessaður Siggi. Það er gaman að lesa að það séu fleiri búnir að fá nóg af ruglinu í þessari ríkisstjórn. Ég er búin að mæta í Iðnó og nuður á Austurvöll en það er eins og þjóðinni sé alveg sama, það eru örfáir sem mæta til að mótmæla þessu rugli. Fólk þarf að taka höndum saman og það strax og bylta þessu fólki burt.

 Sammála þér Siggi. Burt með þetta fólk.

Ragnar G, 19.2.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Assgoti  sammála. Leggjum í smá  púkk fyrir hvatningar-auglýsingu á Útv. Sögu.

Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2010 kl. 01:29

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvað svo sem þeir segja þá er fjórflokkurinn einhuga í að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um málið. það er eina ástæðan fyrir því að þeir þykjast hafa myndað sameiginlega fylkingu í málinu eins og bretar og hollendingar kröfðust.

Spurningin er svo hvort viðbrögð stjórnarinnar við "nýja tilboðinu" verða dropinn sem fyllir mælinn, svona svipað og umræðan um hvort selja ætti áfengi í matvöruverslunum á sínum tíma, og fólki ofbjóði loks eins og gerðist þá.

Ég held að ein af meginástæðunum fyrir því að mótmælin hafa ekki náð sér á strik, sé að fólk vonist almennt til að hópar eins og indefence og hagsmunasamtök heimilanna dugi til að taka slaginn. Ég segi fyrir mig að ég mun tæpast taka aftur þátt í "byltingu" eins og þú orðar það, fyrr en útséð er um að friðsamari aðferðirnar dugi. Þetta var nefnilega alls ekkert grín síðast!

En ef til þess kemur þrátt fyrir allt, þá...

Haraldur Rafn Ingvason, 20.2.2010 kl. 02:38

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég veit ekki betur en stjórnarandstaðan að minnsta kosti vilji þjóðaratkvæðagreiðslu hvað sem tautar og raular.

ÞESSI STJÓRN ER EKKI VANHÆF  - hún stendur sig frábærlega vel í þjónkun sinni við breta og hollendinga og í því hlutverki að nauðga þjóðinni inn í sambandið.

Hún er hinsvegar algjörlega vanhæf í því hlutverki sem hún var kosin til - semsagt að vinna fyrir okkur. Það er bara allt annað mál.

Hversvegna komst ekki á kommúnistastjórn fyrr en slatti af kommum náði fótfestu í samfylkingunni????  ÞAÐ ERU 8 UPPALNINGAR KOMMÚNISTAFLOKKSINS (ALÞÝÐUBANDALAGSINS)  Í RÍKISSTJÓRNINNI - 2 KRATAR OG 2 UTANFLOKKA.

8 ráðherrar með kommúnistablóðið og uppeldið í farteskinu.Steingrímur J - Jón Bjarnason - Álfheiður Ingadóttir - Svanhildur Svavarsdóttir ( dóttir samningasvavars) Katrínarnar báðar - og félagsmálaráðherrann og Össur Skarphéðinsson.  Svo er fólk hissa á vinnubrögðunum. Og forsetinn fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins - og félagið í Framsókn og Möðruvallahreyfingunni.

Vinnubrögðin eru í fullu samræmi við uppruna ráðherranna. Man kanski einhver eftir kennaraverkfallinu í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars ? Man einhver eftir stanslausum inngripum vinstri stjórna hér á árum áður inn í gerða kjarasamninga?

Man einhver eftir allt upp í 120% VERÐBÓLGU?  Man einhver eftir viðvarandi 30-45% verðbólgu? Man einhver eftir þingkosningum á miðjum kjörtímabilum vegna þess að vinstri stjórninar sprungu?

Rifjið upp áratuga sögu gott fólk - hún skýrir allt sem er að gerast núna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband