Þið eruð ekki þjóðin!

Svarið hennar Ingibjargar í Háskólabíói eru fleyg. Seinna sagði hún að þau hafi verið sögð í miklu ójafnvægi og hún hafi séð eftir að hafa látið þau falla. Að hluta til voru þau hins vegar alveg hárrétt. Mótmælendur halda oft að þeir hafi einir sannleikann, en svo einfalt er dæmið ekki.

Í þættinum í bítið í morgun reyndi Þráinn Bertelsson að rökstyðja listamannalaun. Þegar kom að því að lýsa mikilvægi lista fyrir gott þjóðlíf og fjölbreytt atvinnulíf kom Þráinn með mjög áhugaverð rök, en þegar hann fór að útskýra að peningarnir sem veittir væru til listamannanna hefðu svo jákvæð áhrif á efnahagskerfið því að þeir færu aftur í umferð, kom hann þeim skilaboðum vel á framfærði að efnahagsmál eru ekki hans sterka hlið.  Svo sló hann fram að þeir sem ekki styddu listamannalaun væru fábjánar. Þetta var auðvitað afar ósmekklegt af þingmanninum. Þeir sem ekki hafa sömu þekkingu og hann eru fábjánar. Er Þráinn þá fábjáni þegar hann kemur upp um sig að hafa afar litla þekkingu á efnahagsmálum? Hvað þá með smíðar, eða bifvélavirkjun? Það hefði verið hugsanlegt hjá Þráni að kalla þetta heimsku, sem hefði einnig verið gróft, eða að hluta þekkingarleysi sem hefði verið meira við hæfi. 

Afglöp Þráins í þessum morgunþætti eiga sjálfsagt eftir að vera honum dýrkeyptari en mistök Ingibjargar. Það er miður því Þráinn getur verið afskaplega skemmtilegur maður. Sjálfsagt eigum við ekki að kjósa þá félaga úr Spaugstofunni á þing. Þráinn gerði alvarleg mistök,  tími er að öllum líkindum  liðinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Sigurður

Þú segir að þessi ummæli Þráins eigi eftir að verða honum dýrkeypt. Þessi orð hans eru sögð í hita umræðuþáttar þar sem Þráni fannst sjálfsagt að viðmælendur sýndu málflutningi sínum lítinn skilning. Á endanum varð þátturinn fremur lágkúrulegur. En hví skyldu orð Þráins verða dýrkeypt - hvað er það sem hann þarf að greiða fyrir orðin? Er það ekki umhugsunarefni fyrir okkur að þessi orð hans skuli verða einhverjum tilefni til einhverra aðgerða gegn honum. Annaðhvort með aðkasti á opinberum vettvangi eða með öðrum hætti. Má hann ekki segja það sem honum býr í brjósti án þess að það þurfi að hafa afleiðingar fyrir hann. Hafa ekki allir einhverntíman komist að sömu niðurstöðu um meðborgara sína - einn eða fleiri?? Er þjóðfélagið að fara í nýjan fasa?

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.3.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þingmenn segja ekki í útvarpi að 95% prósent þeirra sem tóku þátt í einhverri könnun séu fífl.

Það gerir þingmanninn að fífli. Hann mun ekki bera þess bætur sem slíkur. Burt séð frá öllum bitlingum.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.3.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Hjálmtýr

Það sem ég var að með þessu bloggi mínu var að benda á að það sem sagt er í hita leiksins getur að hluta verið sannleikur, en ekki viðeigandi.

Þegar Ingibjörg Sólrún lét það falla í svari til eins gesta í Háskólabíói að ,,þið eruð ekki þjóðin" þá var það hárrétt hjá henni. Um það bloggaði ég líka á þeim tíma. Það að fundargestir í Háskólabíói túlkuðu skoðanir meirihluta þjóðarinnar efast ég um, þó að sumt af því sem þar var sagt hafi vissulega verið flokkað sem slíkt. Eftir kosningar sagði Borgarflokkurinn, að með þeim væri þjóðin komin á þing. Hvað þá með þingmenn annarra flokka?

Fullyrðingar Ingibjargar urðu henni dýrkeypt, og sá hún eftir að hafa látið þau orð falla síðar.

Þráinn gekk talsvert lengra. Það er að vísu oft sagt að einhver fá prósent t.d. 5% væru með öfgasjónarmið. Hins vegar kom í ljós að 80% af þeim sem tóku afstöðu til listamannalauna, rúmlega 1100 manns teldu þau orka tvímælis. Það var því afar óheppilegt að Þráinn kallaði þann hóp fábjána. Að telja þann hóp til þessa 5% öfgahóps, er rökleysa hjá Þráni. Hann útskýrði hins vegar mál sitt áður á mjög athyglisverðan hátt. Því var miður að botninn datt úr rökstuðningnum í seinni hluta viðtalsins.

Í umræðum eftir þennan þátt, er megin þorri þeirra sem ég hef rætt listamannalaun við á þeirri skoðun að það þurfi að styðja listir í þessu landi, og skilja mikilvægi þeirra. Það eru hins vegar áhöld um hvernig það er gert. Af því að ég veit að þú berst fyrir kvikmyndagerð, þá hefur sú grein minn stuðning. Til þess að listir nái að blómstra þarf atvinnulíf að blómstra, og þar er ég mjög ósáttur við núverandi stjórnvöld. Skrifa það fyrst og fremst á það að þekking þeirra sem eru lengst til vinstri er ekki til staðar hvernig hægt sé að örva atvinnulífið. Hefði miðju og hægri armur Samfylkingarinnar verið sterkari í þeim flokki væri mun meiri kraftur í atvinnulífinu.

Sigurður Þorsteinsson, 3.3.2010 kl. 23:19

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll aftur

Ég er mikið að hugsa um þennan æsinga og upphlaupsstíl sem ríkir svo víða. Eins og þú (og ég) vitum þá voru orð Ingibjargar rétt í eðli sínu. Ég var á staðnum þegar hún sagði þetta og vissi um leiða að orð hennar féllu í grýttan jarðveg og greinilega mistök stjórnmálamanns. En hvers vegna er ekki umburðalyndið á hærra plani gagnvart Þráni þótt hann segi þetta sem opinber persóna? Umræðan um listamannalaunin er á mjög lágu plani hjá mörgum - eiginlega fábjánalegu plani. Hann var að bregðast við því.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.3.2010 kl. 09:54

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hann er varla að bregðast rétt við gagnrýni sem á fullan rétt á sér. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að úthrópa aðra, enda erum við búin að fá heilt ár í kennslu í því hvernig ekki á að fara að hlutunum.

Það er samt meira en fíflalegt að sumir þingmenn ríkistjórnarinnar tuði yfir kostnaði við atkvæðagreiðslu sem er þeirra afleiðing á meðan að margfallt hærri upphæðir fara í bitlinga til manna sem eru alltaf að meika það.

Það er söguleg hefð fyrir því að þessi stétt fái aldrei greitt fyrir erfiði sitt, utan grafar. 

Sindri Karl Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband