Misnotkun á RÚV

 Eftirfarandi frétt far flutt ítrekað í RúV í dag: 

Skuldarar fá lækkun á lánum sínum

Gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur úrskurðaði nýlega ólögmæt, skulu í framtíðinni bera vexti sem Seðlabankinn ákveður. Þeir eru nú 8,25%. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa beint tilmælum um þetta til banka og fjármálastofnanna.

Fyrir þá sem hafa tekið slík lán þýðir þessi lausn að skuldarar munu fá lækkun á lánum sínum frá því sem var, áður en Hæstiréttur dæmdi myntkörfulánin ólögleg, en þó ekki jafnmikla lækkun og verið hefði ef dómur Hæstaréttar hefði staðið óhaggaður.

Dæmigert 3,5 milljóna króna bílalán í japönskum jenum og svissneskum frönkum að jöfnu, sem tekið var um miðjan maí 2006 til 6 ára, stökkbreytist með breyttum forsendum. Miðað við 4% vaxtaálag lítur dæmið svona út:

Að óbreyttu stendur lánið núna í rúmlega 2,5 milljónum króna, hafi ávallt verið staðið í skilum. Mánaðarleg afborgun er rúmlega 115 þúsund. Sé gengistryggingin tekin af í samræmi við dóm Hæstaréttar, þannig að samningsvextirnir einir stæðu eftir, ætti lántakandinn 1.140.454 krónur inni hjá lánafyrirtækinu. Miðað við vexti Seðlabankans eins og þeir eru núna, 8,25%, skuldar lántakandinn hins vegar rúmlega 1100 þúsund krónur og afborganir eru tæplega 70 þúsund mánaðarlega. Nákvæm útfærsla á þessu er þó ekki á hreinu og þetta gæti breyst.

Menn greinir á um hvað dómur gengislánadómur Hæstaréttar þýði í raun, og þótt gengistryggingin sjálf sé ólögleg þurfi að líta til annara laga, segja sumir, áður en næstu skref eru ákveðin.

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að lögin um vexti og verðtryggingu séu þannig skilin að þau eigi við í þessu tilfelli. Markmiði sé að skapa ákveðna festu og stöðugleika í því hvernig brugðist er við.  Frekari röksemd fyrir því að beita þessum lögum er sú að það tryggi að fjármálakerfið helst stöðugt jafnvel þó það fái eitthvað högg. Fjármálafyrirtækin geta þó greitt úr þeim vanda án þess að leita á náðir ríkissjóðs.

Tilgangurinn með tilmælunum er sem sagt að verja fjármálakerfið, krónuna og ríkissjóð. Þannig séu ríkir almannahagsmunir fyrir því að þessi leið sé farin.

Ljóst er að málaferlum vegna gengistryggingarinnar er hvergi nærri lokið. Nokkur mál verða að öllum líkindum höfðuð, eða eru þegar komin af stað, og málin skýrast þá líklega betur með haustinu. Tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru hugsuð til að brúa bilið þangað til.

 

Í þessari frétt IDR (Isländische Demokratische Republik) eru fullt af rangfærslum og áróðri, sem var svo þekktur í fyrirmyndarríkinu DDR. 

1. Skuldarar fá lækkun á lánum  sínum, er fyrirsögnin, þegar stjórnvöld ætla sér að grípa fram fyrir hendurnar á Hæstarétti, og leiðrétta dóma. Aðgerðir stjórnvalda þýða stórhækkun lána miðað við úrskurð Hæstaréttar. Strax í fyrirsögninni er frjálslega farið með sannleikann.

2.  Skulu í framtíðinni bera vexti sem Seðlabankinn ákveður. Þeir eru nú 8,25% segir í fréttinni. Hér er um hrein ósannindi að ræða og blekkingar. Þrátt fyrir að flestir fræðimenn telji að þeir vextir sem í samningum eru skuli standa, fullyrðir útvarp IDR að vextir á gengislánunum verði það sem stjórnvöld ákveði. Réttarósvissu verður sannarlega eytt með dómi Hæstaréttar um vexti en er ekki eytt með ákvörðun stjórnvalda eða Seðlabanka.

3.   Þó ekki jafnmikla lækkun og verið hefði ef dómur Hæstaréttar hefði staðið óhaggaður. Dómi Hæstaréttar verður ekki breytt af Seðlabanka eða Fjármálaráðuneytinu. Dómur hæstaréttar stendur óhaggaður hvað sem þetta lið segir. 

 4. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að lögin um vexti og verðtryggingu séu þannig skilin að þau eigi við í þessu tilfelli. Markmiði sé að skapa ákveðna festu og stöðugleika í því hvernig brugðist er við. Það eru líka til lög um neytendamál og þar er skýrt tekið fram að ef vafi leikur á skuli túlka lög neytandanum í hag. Réttindi og skyldur samningsaðila eins og lánveitanda og lántakenda eiga ekki að mótast af því hvaða efnahagsaðgerðir stjórnvöld eru að vinna að. Þá gæti framkvæmdavaldið rétt eins tekið yfir hlutverk dómstólanna. 

 5.  Tilgangurinn með tilmælunum er sem sagt að verja fjármálakerfið, krónuna og ríkissjóð. Hvaða tilgang sem Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða stjórnvöld hafa með vanhugsuðum aðgerðum sínum, þá ber þeim að virða þau lög sem í landinu eru þær niðurstöður sem dómstólarnir komast að í dómum sínum. Það má vel vera að þessi vinnubrögð haði tíðkast í DDR hér á árum áður, en stofnun IDR hefur ekki formlega farið fram. 

Misnotkun RÚV ber að fordæma fyrir gagnrýnislausa og afar óvandaða fréttamennsku í þessu máli. Það er þekkt að ríkisfjölmiðlar séu misnotaðir með þessum hætti í alræðisríkjum, en í vestrænum ríkjum er dæmi sem þessi fáheyrð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband