Er gagnrýni leyfð?

Nú á tímum niðurskurðar hélt maður að allt yrði skoðað, því niðurskurður er nauðsyn. Nei, grunnskólakennarar vilja ekki að kjör þeirra eða framlag sé skoðað. Nú vill svo til að ég er í heildina afar ánægður með þá grunnskóla sem ég þekki. Hef á tilfinningunni að aukin menntun kennara hafi skilað sér í góðu faglegu starfi. Viðkvæmni fyrir gagnrýni er svartur blettur innan grunnskólana. Það er fyllilega eðlilegt að við berum okkur við nágranalönd okkar, hvað varðar vinnuskyldu, laun og aðbúnað. Við þurfum líka að skoða fjölda aðstoðarfólks, og yfirmanna. Það er frábært að Halldór Halldórsson láti sér málið varða. Þar er góður maður á ferð.

Ég vil að grunnskólakennarar njóti sambærilegra kjara og eru í nágrannalöndum okkar. Við þurfum að standa vörð um það góða starf sem þar er unnið. Hins vegar er fyllilega eðlilegt að jafnframt séu gerðar kröfur. 


mbl.is Kennarar ósáttir við Halldór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kennarar segja að kjaraviðræður séu í gangi og bloggarar eigi ekki að vera að skipta sér af málefninu.

Ég er alveg skíthræddur við kennara. 

Ég má ekki slökkva ljósin í íbúðinni, þá verð ég myrkfælinn og heyri sagt í hverju horni í myrkrinu;

,, Þú þarna Þorsteinn, vertu ekki að skipta þér af þessu  málefni".

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 20:17

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Hvernig væri að vera málefnalegur og kynna þér málið. Halldór nefnilega fer ekki alveg með rétt mál.... þó hann sé að þínu mati góður maður þá leyfir það honum ekki aðsegja hvaða vitleysu sem er!

http://maurildi.blogspot.com/2011/02/kennarar-kenna-ekki-nema-37-af.html

Eysteinn Þór Kristinsson, 21.2.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þorsteinn heldur þú að kennarasambandið sé hluti af ,,þöggunardeildinni"?

Eysteinn ef Halldór fer ekki ,,alveg" með rétt mál, þá er full ástæða fyrir kennara að svara honum og þannig styrkja stöðu sína. Það hefur sýnt sig að undanförnu að ,,þöggunin" er ekki til þess að styrkja málefni, heldur til þess að veikja það. Þegar rökræðan er ekki leyfð, vaknar sá grunur að það sé eitthvað sem ekki þolir dagsljósið. 

Eysteinn, svo það sé alveg ljóst, þá vil ég að við stöndum mjög vel að grunnskólastarfseminni. Við þurfum að byggja upp efnahagslíf sem gerir okkur kleyft að vera í fararbroddi hvað skólastarf varðar. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.2.2011 kl. 21:09

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Tónnin í yfirlýsingu Félags grunnskólakennara stemmir nú ekki við aðalnámskrá gunnskóla en þar segir almennt;

,,Almenn menntun er ein meginstoð lýðræðis. Hún er undirstaða menningar og
almennrar velferðar. Almenn menntun á að efla gagnrýna, sjálfstæða hugsun hjá
einstaklingum og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum. Í síbreytilegu
umhverfi samtímans reynir á hæfni til þess að bregðast við nýjum aðstæðum, takast á
við og tileinka sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum. Í grunnskólum ber að efla
með nemendum sjálfstraust og heilbrigðan metnað. Nemendur þurfa að fá tækifæri til
þess að tjá skoðanir sínar í rituðu og mæltu máli í námi. Þeir þurfa að geta látið
skoðanir sínar í ljós, vera óhræddir við breytingar og geta borið ábyrgð á gerðum
sínum".

Að svo mæltu þori ég ekki annað en að kveikja öll ljós.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband