Icesave á vogarskálarnar

Fyrir mér er Icesaveákvörðun ekkert sjálfgefin.

Ég get tekið undir með þeim sem segja að þeir vilji ekki taka á sig, skuldir óreiðumanna. Að okkur beri ekki lagaleg skylda til þess að greiða. Að við eigum að standa fast á rétti okkar. Ég veit hins vegar að þessari ákvörðun fylgir áhætta. 

Við ákváðum strax árið 2008 að fara samningaleiðina. Síðan kom Svavarssamningurinn, og það var sannarlega ekki það sem við vorum að biðja um. Svo komu fyrirvarar okkar og loks núverandi Icesavesamningur. Honum fylgir líka áhætta. 

Þessa tvo þætti þarf að meta og setja á vogarskálarnar. Í Kastljósi í kvöld lýstu hæstaréttardómararnir Ragnar Hall og Reimar Pétursson viðhorfum sínum hvað gerðist ef við samþykktum ekki Icesave. Að mínu mati komu aðeins nokkrar af mörgum röksemdum með og á móti nýja Icesavesamningum fram, en að mínu mati hallaðist ég að málflutningi Ragnars Hall.

Ég er svona 60% meðfylgjandi því að samþykkja samninginn, en 40% á móti. Mér skilst að það sé nálægt því sem skoðanakannanir sýni viðhorf þjóðarinnar. Ég er e.t.v. þegar öllu á botninn er hvolft, sjálf þjóðin. Við erum eitt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann er jafn ólögvarinn og sá fyrsti. Það fylgir því mikið meiri hætta að láta undan kúgurum. Hitt er svo annað, eftir þennan stórahvell sem hrunið var,héldu flestir að þeir væru með sterkasta mannin,í brúnni eftir að Sjálfstæðismenn voru úr leik.  Mann sem verði land sitt, mann sem lyppaðist, ekki niður fyrir Sósialdemókrötum,allt vegna valdsins. Þessi stjórn hefur ekki meirihluta á bak við sig,og hefði átt að fara frá,eftir höfnun IE  II.Þetta skynjaði hinn djúpvitri forseti vor. Steingrímur veltir vöngum af forundrun yfir synjun forseta,því hann er búinn að vera svo lengi á þingi heil 28,ár. Hann hefði þá átt að fara eftir venju,sem er, að stjórn segir af sér sem réð ekki við lúkningu Icesave-lygaskuldar,þá væri þetta búið núna,þeir eru helmingi klárari í Framsókn og hreyfingunni,eru ekki bundnir inngöngnni í Esb.  Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2011 kl. 22:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ert á þroskabraut. Sem er gott.

Kveðja, Björn

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Einar Karl

Sæll Sigurður.

 Þessi pistill þinn er í réttum anda, nú verðum við að ýta til hliðar pólitísku karpi. Reyna að skilja málið sem best við getum, og vega og meta hagsmuni og áhættu og hvað okkur finnist rétt og rangt.

Ég eyddi gærkvöldinu í að setja hugleiðingar mínar á lyklaborðið, og það er ekkert launungarmál að mín niðursstaða er að samningurinn er farsælasta lausnin. Greinin er hér:

Réttlæti Þórs Saari

Einar Karl, 22.2.2011 kl. 22:56

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það sem þarf að gera nú er að fá sérfræðinga til þess að fara yfir rök og gagnrök í þessu máli, þannig að þjóðin fái sem bestu mynd af málinu.

Þetta Icesavemál ætlar að reynast mörgum erfitt. Hef heyrt í nokkrum vinum mínum úr mismunandi flokkum. Það sem er jákvætt hversu margir eru opnir að rökræða Icesave. Svo koma þeir sem vita þetta alveg, en þeim treysti ég ekki. Oftast fylgja þeir flokkslínum. 

Nokkrir Sjálfstæðismenn sem ég hitti vilja fella samninginn, því þá falli stjórnin. Vondur málflutningur.  Ég held að hún falli hvort sem er, fyrr eða síðar. 

Hitti þrjá Samfylkingarfélaga, sem ætluðu að samþykkja samninginn og svo ESB. Ég spurði þá hvort samningsdrög við ESB lægju fyrir. Sá tóm bak við augun á þeim. 

Góður vinur minn í VG, hefur sektarkennd varðandi Icesave. Skil hann. 

Svo er það sá sem vill Davíð aftur. Hann vill fella samninginn. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. 

Æta að leyfa mér að vera opinn fyrir rökum og gagnrökum, og kjósa svo. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.2.2011 kl. 23:25

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi minn! Persónulega væri ég til í að við féllust öll í faðma. Getur þú skilið hve það er ógeðfellt að verða fyrir kúgun,án þess að verjast með klóm og kjafti. Gremjan magnast við það að eiga ekki stjórn sem er harður málsvari. Því segi ég guði sé lof fyrir forsetann og þá sem vilja verja ókomnar kynslóðir Íslendinga. Er það ekki orðið ljóst að Icesave er gjald fyrir Esb.inngöngu,það er biturt að kyngja. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2011 kl. 01:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú hefur forsetinn bæst í hóp þeirra sem efast um réttmæti samningsins.  Segir að efi sé um lögmæti þess að við greiðum bretum og hollendigum þessar fjárhæðir.  Ég mun allavega segja nei við þessum gjörningi.  En mér finnst þessi pistill þinn góður og hófsamur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 11:48

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta er því miður ekki Sigurður minn samningaleið, þetta er þvingunarleið, og það er ekkert lát á þvingunaraðgerðum, strax farið að beita matsfyrirtækjum í baráttunni, okkur hótað ruslflokki.  Það vill til að þetta eru sömu fyrirtækin og gáfu okkur AAA+ þegar allt var að því komið að hrynja og því getur ekki nokkur hugsandi maður óttast hótanir þeirra

Kjartan Sigurgeirsson, 23.2.2011 kl. 13:22

8 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Lögfræðinga ber að taka með fyrivara á báða bóg. Velta má fyrir sér hvort menn eins og Ragnar Hall sé ekki komin dálítið með svona ameríska lögfræðvitund.

 Maður heyrir oft af málum þar sem fólk sem verður fyrir því óréttlæti að vera borið röngum sökum, en hefur ekki naglfastar sannanir um sakleysi sitt, því er oftar en ekki ráðlagt að játa á sig sakir refjalaust og því lofað  um vægari dómi fyrir vikið. Semsagt þvingað til, gegn betri vitund að taka á sig sakir.

 Þar leggjast gjarnan bæði þeirra eigin lögmenn sem og saksóknarar og dómarar á eitt að kúga fólk til að taka á sig annarra byrðar!

Grunar um að svona nokkuð ráði sjónarmiðum sumra sem um Icesavesamninginn fjalla.

Kristján H Theódórsson, 23.2.2011 kl. 14:33

9 identicon

Siggi maður fórnar ekki réttindum.  Ef við samþykkjum Icesave þá höfum við gefum alþjóðlegt fordæmi fyrir því að stórþjóðir meigi kúga smá þjóðir.

Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga möguleika á að vinna dómsmál þá stæði núverandi samningur ekki til boða þar sem þeir væru löngu búnir að sækja ábyrgðina á okkur fyrir hverri einustu krónu ef þeir gætu.  En málið er að við berum ekki ábyrgð á þessu.

Mikil óvissa fylgir einnig þessu og fyrir liggur að stórt eignasafn Landsbankans liggur í veðsettum kvóta sem ríkisstjórnin ætlar nú að innkalla ?  Hvað verður þá um heimtur úr þrotabúi Landsbankans ?  Nú og svo þegar slitastjórn bankans er ekki undir jafn mikilli pressu hvað stöðvar þá í að selja mikilvægar eignir til vini og vandamanna ódýrt ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband