11 dagar til Austurvallarmótmælanna miklu!

 

Já, 1 október verður Alþingi sett. Hagsmunasamtök heimilanna hefur þann dag boðað til friðsamra mótmæla fyrir utan Alþingi. Samtökin mótmæla  að illa hafi verið staðið að málum, hvað varðar skuldavanda heimilanna og að loforð hafi verið svikin.  Stjórnvöld hafa margoft  boðað aðgerðir sem fara á í rétt eftir helgi, og svo næstu helgi.  Þær hafa flestar frestast eða gleymst og ekkert hefur verið gert. Þeir sem vilja vekja stjórnmálamenninga af Þyrnirósar svefni sínum ættu að mæta á Austurvöll. Einhver óvissa er hvort lögreglan verður á staðnum, en þá verðum við fólkið í landinu að taka að okkur gæsluna. Örfáir öfgamenn mega ekki skemma fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hefði vilja sjá og heyra um ESB mótmæli.

Valdimar Samúelsson, 20.9.2011 kl. 12:26

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hefur eitthvað heyrst frá ASÍ og öðrum verkalýðsfélögum? Verða ókeypis Strætóferðir milli BSí og miðbæjarins? Svör óskast.

Sigurður I B Guðmundsson, 20.9.2011 kl. 13:40

3 identicon

Sæll Sigurður - sem og aðrir gestir, þínir !

Sigurður síðuhafi !

Voru það ''öfgamenn''; sem steyptu Loðvík XVI. - og slekti hans, í Bastillu byltingunni, Sumarið 1789 ?

Voru bræður mínir; Rússneskir Hvítliðar ''öfgamenn'', fyrir þær sakir einar, að vilja kollvarpa Lenín Rauðliða hyskinu, í Rússlandi, 1917 - 1922 ?

Það er; núna eða aldrei - sem gjörónýtri valdastéttinni íslenzku, verður að bylta, eða,, í Október byrjun komandi, ágæti drengur, eigi ekki verr að fara, fyrir íslenzkri Alþýðu, en orðið er.

Er ekki gnægð; svikinna loforða, sem eftir þann mannskap liggur, ALLRA FLOKKA,þó ekki væri þeim gefin, einhver frekari grið, á valdastólum, Sigurður minn ?

Með Byltingarkveðjum; af vestanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 15:13

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Valdimar ákvörðunin um aðildarumsókn var stórt mál. Ég held að mjög margir hefðu viljað kjósa um slíkt. Það er öllum ljóst að stjórnvöld valda ekki hefðbundu hlutverki sínu, hvað þá að bæta ESB við.  Mér skilst að það hafi verið aðilar sem telji sig sérstaka lýðræðissinna sem vildu alls ekki að flólkið fengi að kjósa. Ég er nokkuð sannfærður um að ESB verður kolfellt, og þá er búið að eyða miklum tíma í að vinna að aðlögun, þegar orkan hefði átt að eyða í uppbyggingu.

Nafni veit ekki ég ætla að kynna mér málið. 

Óskar Helgi, ég trúi að við eigum að leysa mál með lýðræðislegum aðferðum frekar en ofbeldi. Er sannfærður um að það er hægt. Það eina sem setti svartan blett á síðustu mótmæli var fámennur hópur sem grýtti ráðamenn. Við þurfum að láta í okkur heyra, skilaboðin þurfa að vera algjörlega skýr. Þú talar tæpitungulaust og það eru fleiri eins og þú sem við þurfum í baráttunni. Ekki bara til þess að koma þessari ríkisstjórn frá, heldur til þess að veita verðandi Alþingi og þingmönnum gott aðhald. 

Sigurður Þorsteinsson, 20.9.2011 kl. 20:58

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Sigurður síðuhafi !

Vitaskuld; væri það ákjósanlegast, tækist að koma þessu liði frá - á friðsam legum nótum.

En; við erum búin, að gefa þeim skuggalega mörg tækifæri, til betrunar - en þau láta ekki segjast, á neina vegu.

Því; vil ég gefa þér - sem öðrum, kost á, að koma með hugmyndir, af öðrum toga, en ég hefi lagt til, ágæti drengur.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 21:20

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar.

Ef það mæta meira en 6 þúsund manns á Austuvöll og lætur í sér heyra á friðsaman hátt, held ég að ríkisstjórnin sé farin frá. Til þess þarf fólk að mæta og láta í sér heyra. Ef það dugar ekki til kemur að næstu stigum. Sjáflsagt mun Álfheiður Ingadóttir vera sjálfri sér samkvæm og krefjast þess að þessi vanhæfa ríkisstjórn láti sig hverfa. 

Sigurður Þorsteinsson, 20.9.2011 kl. 22:22

7 identicon

Heilir: á ný !

Sigurður síðuhafi !

Jah; hvað skal segja. Bjartsýni þín; er vissulega hjálpleg mjög, í þessum viðfangsefnum, hvað mögulega mætingu snertir, svo sem.

Álfheiður Ingadóttir; er gangandi skemmtikraftur - ein og sér, þó svo virðist, sem henni hafi ekki verið bent á það, sjálfri.

Fremur; kúnstug kona, í framgöngu allri - þrátt fyrir alvarleika, svipbrigða hennar, sem allt fas.

Með; þeim sömu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 22:30

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað með að mótmæla kyrrstöðu í aðgerðum gegn bankaræningjunum ?

Afskriftir á skuldum eins útrásarvíkings gætu nægt til þess að bjarga öllum heimilum sem eru í vanda í dag vegna hrunsins..

Þeir hafa það kósý úti í heimi og hafa fæstir misst nokkuð í samanburði við hinn almenna Íslending.

hilmar jónsson, 20.9.2011 kl. 22:46

9 identicon

Sælir; sem fyrr !

Þörf; sem tímabær ábending, af hálfu Hilmars Jónssonar, jafnframt.

Með beztu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 01:10

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ekki má gleyma að hugsanlega munu stjórnvöld og bankar reyna að kæfa mótmælin í fæðingu með einhverju snjöllu útspili 30. september. Sjálfsagt verða einhverjar af hinar frestuðu aðgerðum þá að veruleika. Mun það duga til að draga kraftinn úr þeim miklu mótmælum sem virðast í uppsiglingu?

Hrannar Baldursson, 21.9.2011 kl. 04:52

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar það væri full ástæða til þess að boða sérstakan mótmælafund eða uppákomu vegna þeirra sem léku sér að bönkunum. Góð hugmynd! Hvar í veröldinni  myndi það þekkjast t.d. annars staðar en hér að einn þeirra ætti rúmlega helming fjölmiðlanna til þess að verja flóttann. Hvaða hagsmuni er þar verið að verja?

Hrannar er þér alveg sammála. Þessi útspil hafa alltaf komið og þeim hefur verið tekið af kurteisi, uburðarlyndi og trúgirni. Stóra lausnin er alveg að koma, rétt hinu megin við hornið, strax eftir helgi. Síðan kom að málið sé í vinnslu með mótmælendum. Þá kom alveg óvnæt hindrun og loks ekkert.  Fólkið trúir ekki upp á stjónrnmálamennina að þeir séu einungis að blekkja, ljúga markvisst að fólkinu. Getuleysið er algjört. Niðurstaðan er að vel menntað hæfileikafólk fær vinnu.... í Noregi. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2011 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband