Er siðblinda, mesta ógn stjórnmálanna?

Framganga Dominiques Strauss-Kahn þarf alls ekki að vera brot á lögum, eða ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Hins vegar segir Dominique Strauss-Kahn að hann hafi brugðist bæði trygglyndri konu sinni og frönsku þjóðinni. Margt bendir til þess að hann sé haldinn persónuleikaröskuninni sem kölluð er siðblinda. Helstu einkenni hennar eru m.a:

1. Athyglissýki

2. Plottárátta

3. Lygaártta

5.  Hugsar um eigin hag umfram hag  heildar, eða flokks. Fer frjálslega með fjármuni annara og vald.

6. Taka gjarnan áhættu á annarra kostnað.

7. Eiga erfitt með að greina þegar farið er út af siðferði-sporinu.  

8. Brókasótt, og sérstök árátta til þess að fara ekki dult með það. 

Siðblindir einstaklingar sækja mjög í störf eins og í pólitík, í fjölmiðla og í fyrirtæki þar sem miklir fjármunir eru undir. 

Víða erlendis er tekið mjög hart á siðblindu  stjórnmálamanna. Þannig er tekið mjög alvarlega á siðferðilegum brotum t.d. á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi, og menn neyðast til þess að segja af sér. Því miður er það ekki er það ekki reyndin hérlendis. Hér gerist ekkert, sem leiðir til trúnaðarbrest milli stjórnmála og almennings.  Siðblindir einstaklingar voru áberandi 2007 innan fyrirtækja og margt sem bendir til þess að þá hafi fjármunir flotið á milli. 

Spurningin hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að taka á slíkum aðilum nú eftir hrun, en fyrst þarf að koma til vitundarvakning um að  siðblind framganga sé eitthvað vandamál. Fjölmiðlar verða að taka þátt.

Dominique Strauss-Kahn viðurkennir siðferðisbrot en iðrunin virðist yfirborðsleg. Hann hafði sterklega komið til greina sem forseti Frakklands, þrátt fyrir orðspor sitt. Á Italíu er Silvio Berlusconi. Erum  við nær Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi hvað varðar siðferðiskröfur til stjórnmálamanna, en Norðurlöndunum og Bretlandi, og þá ættum við að spyrja hvers vegna. 


mbl.is „Siðferðislegur brestur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband