Gylfi minn, gleymdir þú ekki einhverju?

Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptadeild HÍ fer mikinn þegar hann kemur fram í fjölmiðla í dag. Hann segir Seðlabankann hafa ákveðið að lána Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisforða þjóðarinnar.  Gylfi segir það eðlilegt sé að draga einhvern til ábyrgðar, ábyrgðin liggi hjá Seðlabanka og þáverandi ríkisstjórn. Nú er bara eðlilegt að skoða þennan þátt. Eflaust hafa verið teknar einhverjar rangar ákvarðanir á hrundögunm sjálfum.

Gylfi geymir hins vegar alveg öðrum gjörningi. Samningunum um Icesave. Þá var Gylfi Magnússon efnahags og viðskiptaráðherra. Þá sagði Gylfi að þjóðin réði vel við þann suldabagga sem hann og ríkisstjórnin ætluðu af ástæðulausu að setja á þjóðina. Byrði sem hefur verið reiknuð á yfir 500 milljarða. Mér dettur ekki í hug að Gylfi Magnússon sé pólitískur loddari. Hann mun alveg örugglega á allra næstu dögum leggja til formega kröfu um réttmæta  rannsókn á Icesavemálinu. Ef niðurstaðan er jafn slæm og margir ætla, að leggja til að hann sjálfur fái refsingu, og þeir ráðherrar sem að málinu komu fari fyrir  Landsdóm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hugsaði svipað,þegar ég sá dósentinn koma með þessa athugasemd í seinni fréttatímanum. Langaði að taka þetta upp hér,en of þreytt til að google upphæðir,það þarf að vera rétt. Langaði að segja þér ferst mr. Gylfi. Hann hefur verið snortinn að sjá og heyra snilli og vammleysi Davíðs,fyrst hann fór að hreyfa þessu og endilega koma því í fréttatíma RúV.,sem sjaldan segir nema já-fréttir frá Esb. Er nema von að Gylfi skylfi.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2012 kl. 00:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eftir að hafa lesið þessa færslu hér á þessari síðu, þá er ég sannfærð um að siðferðis-sannleiksnefnd á fullan rétt á sér.

Sú nefnd verður hins vegar að vera skipuð réttlátu og siðferðislega heilbrigðu fólki. Það eru til ótal persónuleika-próf, og þau á að nýta í almennings-hagsmua-kosningum og manna-ráðningum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 01:33

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég hugsaði mjög svipað þegar svokallaði dósent opnaði á sér munninn í fréttatímanum. Þetta er nú dósentinn sem vildi láta okkur hafa 500 milljarða til að greiða og að auki stórkostlega hækkun á ávöxtunarkröfu.

Eftir að hafa lesið á MBL það sem hægt er að lesa um Landsdóminn, þá er ég kominn á þá skoðun að rangur maður er sakaður í raun ætti núverandi stjórn að sitja þar! Sú stjórn sem setur lög og Hæstiréttur hafnar þeim er slæm stjórn.

Ómar Gíslason, 8.3.2012 kl. 09:21

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það var nú nokkuð lýsandi að þegar réttarhöldin fyrir Landsdómi hófust, var haft viðtal við ,,fólkið á götunni" flestir sögðu það ósanngjarnt og óréttmætt að einn maður væri fyrir Landsdómi, annað hvort hefðu hluti eða allir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar átt að fara fyrir dóm, eða engir. Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og varaþingmaður, eða kannski er hann þingmaður (maður verður þá ekki mikið var við hann, í hundaliðinu), honum fannst fyllilega eðlilegt að Geir Haarde væri þarna einn.

Ég hefði frekar viljað sannleiksnefnd þar sem fleiri hefðu verið kallaðir fyrir. 

Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis voru útrásarvíkingarnir aðal sökudólgarnir og ég hefði viljað réttarhöld með þeim, sem yrði sjónvarpað. Hins vegar er ég byrjaður að undirbúa mig fyrir að þeir fari aldrei fyrir dóm. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2012 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband