Er hægt að endurvinna traust?

VG eignaðist á sínum tíma afburða fólk á Alþingi okkar Íslendinga. Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, sem hafði virðingu langt út fyrir alla flokkapólitík, hann kom inn á Alþingi 2007,  Lilja Mósesdóttir doktor í hagfræði, hún kom inn á þing 2009, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hún hafði útskrifast  í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum 1996. M. Phil.-próf í heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi 2000, var afburða skákmaður og forseti skáksambandsins frá  2004–2008 og forseti Skáksambands Norðurlanda 2006–2008. Með þeim á Alþingi var Ögmundur Jónasson Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013. Í kosningunum 2009 fékk VG 14 þingmenn. Með þetta afburðafólk innanborðs höfðu margir ofurtrú á VG. Málið snerist hins vegar ekki um um greind, þekking og visku, heldur um völd. Steingrímur Sigfússon sem seint verður seint sakaður um að hafa komist á þing fyrir greind sína, náði völdum í VG. 2007 kemur líka Katrín Jakobsdóttir inn á þing. Hún verður seint sökuðuð um greindarskort. Þegar til átaka kom á þingi og innan VG um Icesave, og Svavar Gestsson var valinn af Steingrími til að fara og semja  um Icesave, studdi Katrín Steingrím, og þá gegn fagliðinu. Í stað þess að velja Atla Gíslason sem lá beinast við valdi Steingrímur Svavar Gestsson, sem flestir þekktu til hafði enga hæfileika, reynslu þekkingu eða getur að semja um nokkurn skapaðan hlut. Atli var ógn við Steingrím.  Hvað sögðu samstarfsmenn Steingríms um hann. Myndi ekki treysta honum yfir götu! Hvað þýðir það. Jú, ef þú væri á gagnsstétt, ekki labba yfir ef Steingrímur Sigfússon er í næsta bíl. Þekki nokkra samstarfsmenn hans á Alþingi bæði samherja og mótherja. Slóttugur, refur, en sú umsögn sem flestir hafa nefnd í mín eyru er, óþverri, hvað sem það svo þýðir. Katrín kom inn á Þing 2007 og henni er vorkunn tveimur árum síðar að styðja Steingrím,hann var jú flokksformaðurinn.  Síðar yfirgaf Steingrímur skútuna, hann átti ekki möguleika í Katrínu. Bjarni og Katrín hafa náð vel saman og þeir sem þekktu til þegar Covid kom til sögðu það mikla gæfu að hafa þau tvö við völd Nú kastar Katrín teningnum. Hún styður populistana gegn Bjarna. Margir sem hefðu stutt Katrínu í embætti Forseta Íslands munu ekki gera það. Hún hjólar í sinn nánasta samstarfsmann. Mun það hafa áhrif?  Afsökun Katrínar er að VG gæti þurrkast út í næstu kosningum. Er það afsökun? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hraktist Lilija ekki til Noregs eftir sneypuförina með lyklafrumvarpið - sem hefði verið raunveruleg skjaldborg um heimilin

Grímur Kjartansson, 12.11.2023 kl. 13:43

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Grímur. Lilja lagði áherslu á að verja fólkið í landinu og það gerði hún af hugsjón. Við áttum nokkur samskipti og mjög jákvæð vorum sammála um margt þó hún væri mjög langt til vinstri. H

Hún var t.d. með hugmyndir um fastar greiðslur til allra sem laun, án tillits til framlags. Held ekki að það hefði verið til góðs. 

Það sem kom mér mest á óvart eftir allt þetta tal um skjaldborgina fyrir heimilin í landinu, var að þeim var bjargað sem voru vel stæðir og höfðu mikil laun, en neðri millistétt og þeir sem minna máttu sín voru látnir fara á hausinn. Að mínu mati áð óþörfu. Innan VG var mikið toppfólk sem Steingrímur vildi ekki nota sennilega af því að þetta fólk var honum miklu fremra. Ögmundur Jónasson sýndi mikinn karakter í þessu máli öllu og átti eins og þetta fólk sem var kallað villikettirnir. Þegar hatrið og heimskan og þröngsýnin fer saman er ekki von á góðu. 

Sigurður Þorsteinsson, 12.11.2023 kl. 21:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lyklafrumvarpið hefur verið lagt fram á ný á næstum hverju einasta þingi síðan 2009.

Eftir að Lilja Mósesdóttir hvarf af þingi tók Birgitta Jónsdóttir við keflinu og endurflutti málið.

Síðar var frumvarpið endurskoðað og uppfært til samræmis við nýja löggjöf, fyrir tilstilli Hagsmunasamtaka heimilanna.

Endurskoðuð útgáfa frumvarpsins hefur verið lögð fram sex sinnum af þingmönnum Flokks fólksins (stundum með stuðningi frá fleirum).

Hér er nýjasta útgáfa málsins á vef Alþingis: Fasteignalán til neytenda og nauðungarsala (nauðungarsala og eftirstöðvar).

Núna eru aftur að skapast aðstæður sem kalla hástöfum á slíka lagabreytingu, rétt eins og gerðist í kjölfar hrunsins 2008.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2023 kl. 18:34

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sæll Guðmundur

Ég hef lesið og horft á mikið um hrunið í USA og mér finnst borðleggjandi að bankar og fjármálstofnanir eigi að axla ábyrgð 
Bankar eru í yfirburðastöðu gagnvart einstaklingum og ef þeir lána þér meir en þú ert borgunarmaður fyrir þá er það þeirra vandamál

En eins og nýlega dæmið með fyrrum forstóra Marel þá er hægt að snúa öllu á haus í umfjöllun um fjármál og væntingar um gróða

Grímur Kjartansson, 14.11.2023 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband