Kosnigamálið 2009

Kosningamálið 2007 var ekki framganga útrásarvíkinganna, ekki ofurþenslan, ekki hátt vaxtastig sem leiddi til skuldasöfnunar og röngu gengi. Nei stjórnarandstaðan sem var í höndum VG og Samfylkingar valdi að gera ríkisborgararétt tengardóttur Jónínu Bjartmarz sem aðalkosningamálið. Þar með brást þáverandi stjórnarandstaða íslenskum kjósendum.

Nú árið 2009 er kosningamálið styrkir stjórnmálaflokkanna. Reyndar fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Styrkir t.d. Eiktar til Framsóknarflokksins verður eflaust skoðaðir nánar svo og sú uppljóstrun Ingibjörg Sólrún Gíslandóttir aflað sjálf og náði í styrki frá stórfyrirtækjum. Umræðan um það verður að bíða þar til eftir kosningar.

Á meðan Róm brennur, fer umræðan um vali á litina á munnþurrkunum. Umræðan er annars vegar í boði Samfylkingar og VG og hins vegar í boði fjölmiðanna, sem hvorki hafa getu eða þor til þess að taka á þeim málum sem brýnast er að vinna að.


mbl.is Fjármögnun flokka alltaf í sviðsljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Siggi mér finnst alveg aðdáunarvert hvernig Samfylkingin hefur þagað í þessu styrkja máli og beint umræðunni frá sjálfum sér yfir á Sjallana og Framsókn. Samfylkingin er ekkert betri en aðrir flokkar í þessum leik. hver er Spilltur - spilltari - spilltastur ? Samfylkingin tuðar og tuðar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið meira, barnalegt ekki sagt ? það tóku allir við óeðlilega háum styrkjum. Ingibjörg var á kafi í skítnum eins og hinir leiðtogarnir.

Jens Sigurjónsson, 19.4.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Jenni

 Nú er ég ekki að segja að Samfylkingin sé verri en hinir, en sjálfsagt ekkert betri. Ingibjörg Sólrún hefur viðurkennt að hafa sjálf leitað til fyrirtækja og sótt styrki. Ef þetta hefði komið fram fyrst hefði hún legið vel fyrir höggi. Styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins voru hins vegar algjörlega út í hött.

Þessi umræða væri í eðlilegu árferði mjög mikilvæg til þess að ræða um heiðarleika í pólitíkinni og siðferði. Ástandið og horfurnar eru hins vegar þannig að við gætum verið að horfa upp á hrun númer 2. Umræðan ætti að vera um hvernig við komum í veg fyrir það og leiðir upp. Göran Person fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar varaði okkur við að fara í kosningar við þessar aðstæður, en við gerum einmitt það.

Svona til þess að fara yfir fáráleikann. Þá eru 18 þúsund atvinnulausir og fjöldi fyrirtækja riða til falls. Skera þarf niður í ríkisfjármálum upp á 60-70 milljarða. Þá kemur lausnin hjá VG að færa störf frá höfuðborgarsvæðinu yfir til landsbyggðina og síðan búa til störf, sem kosta peninga, sem ekki eru til.

Vonandi verða umræður þessa 7 daga sem eftir eru fram að kosningum um þær leiðir sem við  gætum  farið, en ég óttast að þær verði frasakenndar og tómið eitt.

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Sigurður - því miður er þetta alltof satt og rétt hjá þér -

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, dapurlegt er þetta. Ég ber nákvæmlega ekkert traust til þeirra stjórnmálaflokka sem eru á þingi í dag. Því miður.

Hrannar Baldursson, 20.4.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband