Vildu einhverjir samþykkja óbreyttan Icesavesamning?

Var aðeins seinn á mótmæli á Austurvöll. Átti von á 3-400 manns en þegar ég nálgaðist miðborgina, varð mér ljóst að mjög erfitt var að fá bílastæði. Allt fullt og margir höfðu gefist upp á því að finna stæði til þess að koma bílnum fyrir. Um 3000 manns voru mættir og samsetning fólksins örlítið önnur en áður. Andstaðan gegn Icesavesamningum var mikil, þó eflaust hafi áherslur fólks verið misjafnar. Nokkrir þingmenn voru meðal áhorfenda. Ólína Þorvarðardóttir labbaði framhjá og mér var hugsað til þess að hún hefur barist harkalega fyrir því að við samþykkjum samninginn óbreyttan. Það var eins og hún hafi hlustað vel á það sem ræðumenn höfðu fram að færa því hún var  mjög illileg í framan. Lýðræðisást hennar takmarkast við flokksrammann. Undirlægjuna fyrir ESB veldinu.

Þjóðin þarf að halda því til haga hvaða þingmenn  og ráðherrar vildu að þjóðin samþykkti þennan samning án skilyrða og fyrirvara. Þeir þingmenn og ráðherrar geta ekki gert þá kröfu að eftir þeirra starfskröftum verði óskað við næstu kosningar.


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hún stóð svona 5 m frá mér á tímabili, klappaði ekki einu sinni, né brosti, skil ekki hvað hún var að gera þarna...

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurbjörg þú skilur Ólínu betur ef þú lest bloggið hennar. Þar kemur skýrt fram að hún vill samþykkja Icesavesamningana... óbreytta. Með frekjunni einni að vopni. Hvar er nú lýðræðissinninn mikli sem blaðraði í búsáhaldabyltingunni. Úlfurinn er skriðinn út undan sauðagærunni og nú sést bara í ginið. Ef hún var ekki illileg þarna á Austurvelli hverning er hún þá snemma á morgnana?

Sigurður Þorsteinsson, 13.8.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Sigurður það er eins og ég hef alltaf haldið fram að Icesave málið og ESB aðildin verða ekki greind í sundur, þetta eru samhangandi mál og ekki að furða að Samfylkingarmenn vilji afdráttarlaust samþiggja þennan samning sama hvað. Í þeirra augum má alsekki rugga bátnum um of það gæti farið að skvettast inn í hann og gert róðurinn þyngri að settu marki eða ESB.

Rafn Gíslason, 13.8.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Rafn ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér. Það er eins og meginþorri Samfylkingarmanna telji aðild að ESB allsherjarlausn á öllum efnahags, og stjórnmálavanda íslensku þjóðarinnar. Fyrir þá aðild sé ekkert verð of hátt. Hef reynt að fá fram rök fyrir þessum skoðunum og þá er farið eins og köttur um heitan graut. Það er eins og Samfylkingarfólk veigri sér að koma með rök eða hálf skammist sín fyrir þau. Rökin sem ég hef fengið fram eru:

1. Að taka þátt í samfélagi þjóðanna. -Hvað sem það nú þýðir.

2. Að þá séu ákvarðanir ekki teknar af okkar heimsku og spilltu stjórnmálamönnum.- Það vill nú til að ég þekki marga stjórnmálamenn sem bæði hafa vilja og getu til þess að taka ákvarðanir og ég flokka ekki spillta. Þar á meðal eru Samfylkingarmenn.

3. Matvælaverð lækki  Það sem truflar mig í því sambandi er að skoða matvælaverð á Norðurlöndum. Þá segir þróun matvælamarkaða að við séum á verulega réttri leið hvað varðar samanburð. Hreinleiki okkar vöru sér afar góður, m.a. vegna skordýra og sýkinga. Jarðnæði sé að minnka um allan heim og því verði okkar framleiðsla ein af mikilvægum auðlyndum okkar innan 10 ára.

4. Við getum tekið upp Evru - Ljóst að það verður ekki gert innan 10 ára, og þá getum við fyrir löngu verið búin að skipta um mynt ef vilji er til.

5. Verðtryggingin hverfi - eitthvað sem hefur ekkert með ESB að gera. Við getum tekið slíkar ákvarðanir innanlands án aðildar ESB.

6. Við getum haft heilt stóð af liði á ráðstefnum og fundum í Brussel - tel þetta ekki verið kost. Ef við þurfum að losna við eitthvað lið hljótum við að geta losað okkur við það á einfaldari hátt.

Sigurður Þorsteinsson, 13.8.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður, þakka þér fyrir að afhjúpa Ólínu, eins og þú gerir einna bezt í innlegginu kl. 19:58. – Segi fátt annað núna nema það eitt, að vissulega getum við tekið ákvörðun um afnám verðtryggingar hér "innanlands án aðildar ESB".

Jón Valur Jensson, 14.8.2009 kl. 00:57

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurbjörg ég held að flestir sem ekki skoða þennan Icesavesamning með einhverjum flokksgleraugum, viðurkenni að samningurinn er meingallaður. Það er því stórfurðulegt að það skuli ekki vera þingmenn VG sem verja þennan samning harðast, þar sem samningsgerðin var á ábyrgð Steingríms Sigfússonar. Nei það eru þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa einir flokka á Alþingi varið samningana út í eitt. Einna hörðust í þeirri viðleitni er Ólína Þorvarðardóttir.

Hér á blogginu eru líka hópur sem ég kalla ,,flokkssauði" sem hafa ráðist á alla sem hafa leyft sér að gagnrýna Icesavesamningana.  Þeir munum reyndar verja hvaða mál sem fram kemur sem flokkurinn þeirra kemur fram með. Þó að svona ,,flokksauðir" séu til í öllum flokkum finnst mér þeir mest áberandi a.m.k. hér á blogginu, stuðningsmenn Samfylkingarinnar.

Ef Ólína sýnir þessa dómgreind varðandi Icesave, hvernig er henni þá treystandi varðandi önnur mál. Framgangsharka hennar í þessu máli og reyndar fleiri málum er hennar málstað ekki til framdráttar.

Það er ekki styrkeiki þegar heill stjórmálafokkur er sammála um nánast alla hluti. Það bendir til þess að lýðræðisleg umræða fari ekki fram eða sé ekki leyfð. Hvort tveggja skaðar lýðræðið.

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2009 kl. 14:09

7 identicon

Sigurbjörg ég trúi varla að þú sért að leggja það til að við stöndum við bakið á Þingmönnum hver sem ákvörðun þeirra verði.  Þjóðin hefur hagsmuna að gæta og ef þingmenn gæta þeirra ekki þá er það skylda okkar að láta í okkur heyra en ekki að samþykkja bullið í þeim.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband