30.8.2023 | 08:58
Kíkt út úr skápnum
Þetta hefur verið líflegt sumar í pólitíkinni. Formenn tveggja flokka ákváðu að fara inn í skápana sína til þess að verja sig. Umræðan um Íslandsbanka, launakjör og hlutabréfakaup voru þeim erfið og þær vildu alls ekki fara í kastljós fjölmiðanna, Kristrún Frostadóttir hafði verið í Kviku banka og fékk að kaupa hlut á sérkjörum. Hún vildi lítið ræða þetta þegar hún kom í pólitíkina og sagði þetta eðlilegt, sem það er að sjálfsögðu ekki. Hún seldi og græddi mikið og taldi þetta fram sem ágóða af hlutabréfásölu, en Skatturinn mat þetta sem dulin laun og skattlagði þetta sem slíkt. Ofurlaun. Þetta mál var líka erfitt fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem á sér líka sögu í svona málum, þar sem Kristján Arason eiginmaður Þorgerðar hafði á sínum tíma keypt umtalvert magn hlutabréfa í Kaupþingi. Þau viðskipti öll þóttu ekki hjálpa Þorgerði Katrínu í pólitíkinni og hennar aðkoma að umfjöllun um bankakerfið fyrir hrun var gagnaðist henni ekki nú. Kristrún laumaðist aðeins úr skápnum þegar hún ræddi innflytjendamálin, en húnn sá strax að hún hafði leikið afleik og laumaði sér inn í skápinn að nýju. Þorgerður ákvað að læra af mistökum Kristrúnar og vill nú styðja innflytjendastefnu Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Sjálfstæðisflokksins. Vandamál hennar er hins vegar að varaformaður Viðreisnar Sigmar Guðmundsson er algjörlega á öndverðri skoðun. Báðar verða að koma út úr skápnum þegar Alþingi kemur saman. Þá verða ofurlaun og hlutabréfakaup starfsmanna fjármálafyrirtækja tekin fyrir og þær þurfa að rifja upp afar óþægilega hluti. Já, það er ekki alltaf dans á rósum, að koma út úr skápnum.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2023 | 15:34
Vorboðinn ljúfi!
Minnist þess þegar hér fyrir rúmum 50 árum var að fara í fótboltaleik til Vestmannaeyja. Það þurfti að bæta við í sjúkratöskuna og og sem þjálfara vantaði okkur örfáa þætti. Með mér fór Magnús Teitsson sem þá var 17 ára, afar feiminn, en síðar varð einn af bestu handbolta og knattspyrnumönnum landsins. Atli Eðvaldsson sagði Magnús besta leikmann sem hann hafði spilað með ef ég man rétt. Þurfti að kaupa pakka af plástri og byrjað. Einn pakka af ......þá tók athyglisbresturinn við, svo ég byrjaði aftur Fá einn pakka af ....., eftir fjórðu tilraun var mér litið á Magnús hann var afar rauður í andliti, og aðrir í Apótekinu voru með afar spaugilegan svip. Þóttust allir vita hvað ég ætlaði að kaupa. Svo fór ég í Apótek í gær, og á undan mér var ungt par afar ástfangið að sjá. Strákurinn segir ákveðinn. Fá einn pakka af vorboðanum. Afgreiðslukonan virtist ekkert skilja hvað ungi maðurinn var að biðja um. Þá byrjaði hann að raula Þúsund hjörtu, eftir McGauta. Ég er með vorboða í vasanum. Já sagði afgreiðslukonan, einn pakka af smokkum. Þú getur kallað þá það en er fyrir mér eru þetta vorboðar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2023 | 08:41
Mikilvægi dómgreindar, visku og þroska!
Samkvæmt lögum eiga stéttarfélögin ekki að skipta sér af störfum stjórna lífeyrissjóðanna. Það gerði Ragnar Ingólfsson hins vegar og fékk réttilega ákúru fyrir. Hann hefur sýnilega tekið það alvarlega sem er gott. Hann hefur hins vegar ekki áttað sig á að það gilda enn strangari lög um Seðlabankann og það ekki að ástæðulausu. Hvorki ríkisstjórn, Alþingismenn eða aðilar vinnumarkaðinn eiga eða mega skipta sér af ákvörðunum Seðlabankans. Það er einhver misskilningur í gangi að Seðlabankastjóri einn ákveði hækkun eða lækkun stýrivaxta, það er alrangt. Að því dæmi koma miklu fleira toppfólk innan Seðlabankans. Seðlabankastjóri kemur hins vegar fram fyrir bankann. Þegar Ragnar Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson eru að gera athugasemdir við ákvarðanir Seðlabankans eru þeir fyrst og fremst að gera lítið úr sjálfum sér. Hvenær hefði Guðbjartur Hannesson eða Ólölf Norðdal gert athugasemdir við Seðlabankann, aldrei. Af því að þau höfðu þekkingu og þroska til þess að fara ekki út fyrir sitt valdsvið. Þau fengu hins vegar virðingu fyrir dómgreind sína, visku og þroska. Þeir Ragnar og Vilhjálmur ættu að taka þau sér til fyrirmyndar.
Viðskipti og fjármál | Breytt 24.8.2023 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2023 | 08:44
Að brenna börnin sín!
Þegar Reykjavíkurborg ákvað einisleita þéttingarstefnu, kom strax upp sú gagnrýni að slík einsleit stefna myndi þýða að húsnæðisverð myndi hækka. Þrengt yrði að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þessu var svarað af hroka, að málið snérist um umhverfismál. Nú erum við flest umhverfissinnar en við getum verið það án þess að veitast að ungu fólki og þeim sem erfiðara hafa það t.d. öldruðum og öryrkjum. Jú, þetta hefur gengið eftir, og nú er svo komið að ungt fólk getur varla komið sér upp húsnæði nema að eiga ríka foreldra. Viljum við svona samfélag? Þá er ég sannfærður um að þessi þéttingarstefna er ekkert góð fyrir umhverfið.
Við þetta bætist svo að sömu flokkar og vilja þrengja að þeim sem minna mega sín, auka enn á erfiðleikana með því að beita sér fyrir því að fá inn sem flesta flóttamenn. Þetta þýðir að leiguverð verður enn hærra. Reyndar hika stjórnvöld ekki við að búa til sérúrræði fyrir flóttamennina, en senda unga fólkið út á gaddinn.
Unga fólkið leitar því í úrræði eins og iðnaðarhúsnæðið í Hafnarfirði. Það var bara heppni að þar brann ekki fólk inni. Hefðu umhverfissinnarnir sagt réttlætt það með því að við þyrftum að setja umhverfismálin í fyrsta sæti umfram hag ungs fólks og þeirra sem minna mega sín.
Viljum við sjá ungt fólk búa í lélegu iðnaðarhúsnæði, eða jafnvel koma okkur upp kofum fyrir það eins og við sjáum í vanþróuðum ríkjum?
19.8.2023 | 02:25
Hátíðarþjóðsöngur, þjóðsöngur.
Mér finnst núverandi þjóðsöngur mjög fallegur, en vandamálið við hann að hann er of erfiður fyrir meginþorra fólks til þess að syngja. Þetta er sálmur, sem á við, í sérstökum tilfellum, en þegar kemur að sameina þjóðina t.d. við íþróttaviðburði eigum við betri lag og texta. Ísland er land þitt. Það þarf að setja núverandi þjóðsöng sem Hátíðarþjóðsöng, en hið fallega lag Magnúsar Sigmundssonar sem þjóðsöng t.d. við íþróttakappleiki. Auðvitað verður einhver andstaða við svona breytingar en spurningin er hvað hentar okkur sem þjóð. Bara að það sé sagt að ég syng gjarna með núverandi þjóðsöng, og vill alls ekki leggja hann niður. Því síður vegna þess að hann sé sálmur, einmitt þess vegna á hann að vera hátíðarþjóðsöngur okkar.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2023 | 22:17
Stórtíðindi úr höfuðstöðvum ASÍ!
Í dag bárust stórtíðindi fá höfuðstöðvum ASÍ. Nú skal leyfa frjálsan innflutning atvinnuafls!. Þetta mun jú þýða að allar takmarkanir ASÍ varðandi atvinnuleyfi verða aflagðar. Þetta er ekki spurning um afdráttarlausa afstöðu stjórnar ASÍ, heldur er að myndast breiðfylking þar sem frá Samfylkingu stígur fram Kristrún Frostadóttir, Suðurnesjapólitíkusarnir Oddný Harðardóttir úr Suðurnesjabæ og Páll Valur Björnsson úr Grindavík, auðvitað eru þau með Þórhildur Sunna og fylgifiskurinn Björn Levi Gunnarsson úr Pirötum, Viðreisn hver og hvar sem hún er og sósíalistafrömuðurinn Gunnar Smári Egilsson. Þá fylgir hið ,,hlutlausa" RÚV liðið auðvitað með. Þetta eru að sjálfsögðu ekki nýjar hugmyndir því Þórólfur Geir Matthíasson prófessor í Viðskiptadeild HÍ, sem spáði að við yrðum Kúpa Norðursins ef við samþykktum ekki fyrsta Icesavesamninginn, hefur líka haldið því fram að auðvelt sé að fá ódýrari starfskrafta til að framleiða landbúnaðarafurðir en íslenska bændur. Er virkilega samstaða um þetta á Íslandi? Þetta þýðir vissulega lækkun verðbólgunnar, því þetta mun leiða til stórlækkunar launa.
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.8.2023 kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2023 | 23:37
Léttmeti úr Félagmálaráðuneytinu!
Nú kemur félagsmálaráðherrann og segir þjóðinni það sem hefur verið malað mánuðum saman að það sé eitthvað bakslag í viðhorfi þjóðarinnar til samkynhneigðra, trans eða einhverra annarra innan Samtakanna 78. Nú þekki ég ekki neinar kannanir eða séð slíkar sem sýna eitthvað bakslag. Það er að koma hinsegin dagar og Guðmundur kom því vel á framfæri að aðalatriðið væri að koma sjónarmiðum hins segin fólks á framfæri. Þar er ég hjartanlega ósammála. Þekki enga sem eru á móti samkynhneigðum, eða hinsegin fólki. Málefni ungs fólks eru mér miklu hugleiknari. Að ungt fólk geti komið sér upp húsnæði yfir höfuðið án þess að geta nokkurn skapaðan hlut annan. Þessi Guðmundur ber stóra ábyrgð á stöðu þessa fólks. Ef einhver sparkar í afturendann
á honum og segir að hann sé bjáni, þá hefur að ekkert með það að gera hvort hann sé samkynhneigður eða ekki. Að sjálfsögðu tökum þátt í þessari hinsegin göngu og styðjum það fólk til þess að njóta lífsins og stuðlum að jafnrétti þeirra, en við viljum einhverjar sjá vísindalegar niðurstöður sem sýna að það sé eitthvað bakslag varðandi viðhorf almennings til þessa hóps. Það Félagsmálaráðherra sé í baráttu fyrir hóp eins og innan Samtakanna 78 með þeim fullyrðingum að það sé eitthvað bakslag í baráttunni án þess að setja neitt fram sem styður slíkar fullyrðingar er afar klént. Slík barátta er þá byggð á því að þjóðin eigi að vera með sektarkennd að vera svo vond við þennan hóp. Það er ekki góður grunnur til þess að byggja baráttu á.
Viðskipti og fjármál | Breytt 9.8.2023 kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10