21.4.2012 | 13:12
Mótmælendur í fríi í dag.
Íslenskir mótmælendur eru hlýðnustu mótmælendur í heimi. Ef mótmæla á eða ekki, senda Hrannar Arnarsson og Álfheiði Ingadóttur sms á liðið sitt. Fótgönguliðið hefur engar hugsjónir. Hvort lýðræði er í Kína eða ekki skiptir það engu máli, svo framarlega sem það sjálft sé í ríkisstjórn. Þá koma mótmæli sér illa. Í staðinn mæta örfáar hræður erlendis frá og Birgitta Jónsdóttir mætir af gömlum vana með nokkrar vinkonur sínar, sem koma og mótmæla svona á yfirborðinu, í stað þess að fara í labbitúr í Elliðárdalinn. Svo veifar Brigitta Jóhönnu vinkonu sinni og góðgerðarmanni vinarlega. Þá er allt búið.
Jóhanna segir að viðbúnaður verði ekkert sérstakur. Tugir manna sjást á ferli alvopnaðir og önnur eins gærsla hefur aldrei sést á Íslandi. Fjölmiðlarnir spyrja einskis, því þeir eru orðnir því vanir að Jóhnna segi ósatt. Barra skjaldborgarafbrigðið.
Mótmælendur eru í fríi í dag. Það passar ekki forystunni að það sé verið með læti, og fjölmiðlar hlýða líka. Það eina sem skyggir á gleði dagsins fyrir forsætisráðherrann, er að Kínverjar vilja vinna með okkur á sama tíma og við fáum daglegar hótanir frá ESB.
![]() |
Wen gætt af öryggisvörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2012 | 14:17
Léttvægt meinsæri?
Meinsæri þekkist einna best í harðasta kjarna glæpamennskunnar. Fíkniefnasölu, mannsali eða manndrápum. Harðasta gengið hefur misst allt siðferðismat og kemur sér saman um að koma sökinni á einn. Samræmir málflutning sinn, þannig að fyrir dómi að aðeins einn er dæmdur, stundum alsaklaus.
Nú kemur ásökun um meinsæri á allt öðrum vettvangi. Vettvangi bæjarmála. Sigrún Bragadóttir fyrrum framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs segir í viðtali í Vikunni nýlega að Þórður Þórðarson lögmaður Kópavogs hafi hringt í sig og sagt sér að haga málfluningi sínum þannig að hún skelli allri skuld á Gunnar Birgisson fyrrum bæjarstjóra Kópavogs. Hjá honum voru tveir starfmenn Kópaogskaupstaðar Sigrún Guðmundsdóttir bókari hjá Kópavogsbæ og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi og fyrrum bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og að þau væru þessari aðferð samþykk.
Í meinsærismálum er sönnunargeta erfið , en Sigrún sagðist vera með upptökur af símtali sínu við bæjarlögmanninn. Auðvitað eru slíkar upptökur ólöglegar. Í Morgunblaðinu nýlega er fjallað um þessa upptöku eftir að blaðamaður hafði sjálfur hlustað á meint viðtal bæjarlögmannsins og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. Þar með er málið komið í nýjan farveg. Bæjarlögmaður getur ekki setið í starfi sínu með meint meinsæri á bakinu, ekki frekar en að vera grunaður um kynferðisafbrot. Hann hefur ekki trúnað lengur. Það sem gerir málið enn verra er að bæjarlögmaðurinn fær sér lögmenn og gerir samkomulag um að hinar ólöglegu upptökur verði ekki frekar birtar opinberlega. Ef bæjarlögmaðurinn hefði ætlað sér að sitja áfram hefði hann átt að krefjast þess að upptökurnar væur birtar, en að þagga málið gerir stöðu hans vonlausa.
Í meinsærismálum eru oftast höfuðpaurar sem eru bak við tjöldin, stórlaxarnir. Það er eðlilegt að spyrja hverjir eru höfðupaurarnir í þessu máli. Eru það stjórnarmenn í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs, eru það bæjarfulltrúar eða eru það jafnvel hærra settir aðilar. Næsta skref getur ekki verið annað en að segja bæjarlögmanninum upp starfi, en jafnframt að fara fram á rannsókn á málinu. Ég á ekki von á öðru en allir bæjarfulltrúar í Kópavogi muni krefjast afsagnar bæjarlögmannsins og rannsókn á því hvort hann einn hafi komið að hinu meinta meinsæri.
Lengra niður geta íslensk stjórnmál varla sokkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 18:17
Stjórnmálamaðurinn sem kom inn úr kuldanum.
![]() |
Fór hörðum orðum um tillöguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2012 | 17:39
Atvinnumiðlun fyrir þingmenn.
Þjóðfélag sem býður þegnum sínum 6% verðbólgu, umtalsvert meira en nágranaþjóðirnar gera, er illa stjórnað. Valið stendur á milli þess að standa sig illa og fá verðbólgu, standa sig illa og fá atvinnuleysi eða standa sig vel og fá hagvöxt, lága verðbólgu, lítið atvinnuleysi og aukinn hagvöxt.
Hvort sem við ætlum að taka upp aðra mynt, Evru, dollar eða norska krónu, þurfum við að reka samfélagið vel. Ekki það að ríkistjórnin eigi að skapa störfin, en búa til ramma til þess að atvinnulífið stór og lítil fyrirtæki skapi störf.
Í þessu hefur ríkisstjónin brugðist. Þegar kjörtímabilinu er lokið, munu að öllu jöfnu margir hverfa af þingi, og margir þingmannana munu eiga erfitt að fá vinnu. Jafnvel árum saman.
Skoðum listann.
Álfheiður Ingadóttir
Skúli Helgason
Birgitta Jónsdóttir
Ásta R. Jóhannesdóttir
Magnús Orri Schram
Þór Saari
Lúðvík Geirsson
Ögmundur Jónasson eða Guðfríður Lilja
Róbert Marchall
Margrét Tryggvadóttir
Árni Johnsen
Lilja Rafney
Ólína Þorvarðardóttir
Sigmundur Ernir
Björn Valur Gíslason
Jónína Rós
Þorgerður Katrín
Guðlaugur Þór
Þráinn Bertelsson
Mörður Árnason
Valgerður Bjarnadóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Það væri vissulega söknuður af einhverjum af þessum þingmönnum, en margir þeirra eru hreinlega á röngum vinnustað. Hvaða vinnuveitendur geti notað starfskrafta þeirra verður að koma í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2012 | 21:30
Öðruvísi forsetaslagur
Nú stefnir í slag um forsetaembættið. Ólafur Ragnar og Herdís Þorgeirsdóttir hafa boðið sig fram, og ljóst er að fleiri munu verða í slagnum. Líklegustu keppinautarnir eru Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Þóra Arnsórsdóttir úr Kastljósi og Salvör Norðdahl. Margir aðrir hafa verið nefndir.
Spurningin er hvað það er sem við leitum að í forseta okkar.
Viðkomandi þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd og gert það á þann hátt sem ásættanlegt er. Innanlands þarf forsetinn að geta beitt sér, ekki flokkspólitíkst en pólitískt þannig að hann lyfti sér upp fyrir flokkspólitíkina.
Ólafur Ragnar hefur uppfyllt margt af þessu. Þegar hann sendi fjölmiðlafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu féll hann á prófinu. Sagan mun gefa þeirri ákvörðun slaka einkunn. Við þurftum á flölmiðlafrumvarpi að halda og sátt hafði náðst um slíkt.
Þegar Ólafur Ragnar ákvað að hafna að skrifa undir Icesave I, þá ávann hann sér að nýju viðrðingu þjóðarinnar, en hatur forystu Samfylkingarinnar og VG. Aðein hluti þeirra hefur viðurkennt að þau hafi haft rangt fyrir sér. Þjóðin talaði hins vegar skýrt.
Ólafur hefur verið afar verðugur fulltrúi okkar á erlendum vettvangi alla tíð. Þá hefur hann haft báðar eiginkonur sínar Guðrúnu Katrínu og svo Dorrit Moussaieff, gjörólíkar, en báðar einstakar.
Margir vilja Ólaf áfram vegna Icesave og einnig vegna ESB, þá er stjórnarskrárfumvarpið í ákveðnu uppnámi.
Vandamál Ólafs er að hann er búinn að vera of lengi. Ef ekki væri vegna ósvífni Samfylkingar og VG gæti Ólafur hætt sáttur.
Keppinautar Ólafs eru ekki allir komnir fram, en ljóst er að nokkrir þeirra eru mjög verðugir. Sá sem síðast hefur nefndur Davíð Oddson hefur margt fram að færa. Það kæmi ekki á óvart að ef hann færi fram að hann ætti mikla möguleika.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.3.2012 | 09:24
Hugleiði framboð!
Í dag er laugardagur og ég vakna við það mig langar ofboðslega í framboð. Alveg viðþolslaus. Ég er búinn að spyrja þrjár á heimilinu hvort þær styðji mig ekki í framboð og þær svara allar jú, jú. Án þess að virðast vita í hvaða embætti ég ætli fram í. Sumir velja sér eitt embætti og bjóða sig fram, oftast vegna þess að mikill fjöldi hefur leitað til væntanlegs frambjóðanda. Hugsanlega bara svona eins og ég. Á mínu heimili hef ég stuðning allra nema Söru, Sara skilur ekki neitt og þegar ég fíflast í henni þá geltir hún. Í sumum flokkum eru bara Sörur eftir, og engir kettir.
Aðrir frambjóðendur bjóða sig í öll embætti. Kattarvinafélagið, skógræktarfélagið, kvennfélagið, íþróttafélagið, kirkjusóknina. Þessi aðferð virðist skila sér best. Ég ætla að bjóða mig fram í allar stjórnir. Ef ég verð kjörinn í varastjórn, þá er það bara vondur félagskapur sem er að leggja mig í einelti. Með þessarri aðferð enda ég sem forseti, í einhverju.
Svo getur verið að þessi löngun í framboð, verði ekki lengur til þegar líða tekur á daginn. Ég er búinn að finna 48 félög sem fá framboð frá mér. Hef verið hvattur af fjölda fólks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.3.2012 | 08:05
Umræðan um gjaldmiðlinn þarf að fara fram.
Nú liggur fyrir að viðræðum við ESB verður ekki lokið á þessu kjörtímabili. Lengi vel átti að fara fram einhverskonar hraðferli, sem jafnvel átti að taka örfáa mánuði. Við áttum að njóta svo mikillar velvildar innan ESB, að inngöguferlið átti að vera hreint formsatriði. Reyndin hefur verið önnur og Ísland er fjær því að gagna í ESB nú, en var í upphafi kjörtímabilsins. Samningsmarkmiðin sem Samfylkingin ákvað að setja, þegar flokkurinn ákvað að stefna í ESB, hafa ekki enn verið sett og samskonar markmið fyrir Ísland hafa heldur ekki verið sett, a.m.k. ekki opinberlega. Það er eins og það hafi aldrei staðið til að semja. Bara fara út til að eyða tímanum.
Það liggur því fyrir að við erum ekki að taka upp Evruna, eftir samningaferli við ESB. Það sem er furðulegast í þessu ferli er að sáralítil umræða hefur farið fram um kosti og galla ESB. Það er eins og aðildarsinnar hafi gefist upp á rökræðunni.
Við þurfum hins vegar að fara í rökræðu um hvort við eigum að taka upp nýjan gjaldeyri eða ekki. Rikisstjórnarflokkarnir hafa ekki viljað fara í þessa umræðu, til þess að styggja ekki gömlu konuna á rúmstokknum. Umræðuna þarf samt að taka, og hana er hægt að taka þó það sé í öðru herbergi. Styrkleikar, veikleikar þess að hafa íslensku krónuna og þess aðtaka upp aðra mynt. Þetta er verkefni næstu mánaða. Það er kominn tími til þess að rjúfa þögnina, og þöggunina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2012 | 19:44
Samfylkingin og VG gætu verið bönnuð ef Ísland gengur í ESB!
Þrátt fyrir að það væri vissulega spennandi að ganga í ESB, ef fullvissa fengist að þessir flokkar yrði bannaðir, er skaðinn af inngöngu það mikill að útrýming flokkanna tveggja væri of dýru verði keypt. Þeir eru báðir á hraðri niðurleið, og verða sennilega ekki til stórræða á komandi árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2012 | 09:15
Aðeins 299 dagar eftir
Nú eru aðeins 299 dagar eftir þar til ríkisstjórnin fer frá. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hefur hrakið þúsundir íslendinga úr landi. Margir hafa verið atvinnulausir að ástæðulausu.
Það eru 299 dagar þar til vinstri stjórnin fer frá og kemur aldrei aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2012 | 19:59
Samfylkingin í sett í útrýmingarbúðir!
Það er ekki gott fyrir stjórnmálaflokk að vera í gíslingu, sérstakleg ef flokkurinn ætlar í landvinninga. Samfylkingin fór í hendur gamalmennis fyrir síðustu kosningar, sem hér á árum áður hafði gert marga athyglisverða hluti. Formaðurinn hafði að vísu ávallt átt afar erfitt með að vinna með öðrum og taka tillit til annarra, sem verður að teljast mikil fötlun í ljósi þess að Samfylkingin kenndi sig við samræðustjornmál. Samræðurnar í hendi Jóönnu, eru í formi tilkynninga. Þeim skyldi síðan hlýða skilyrðislaust.
Þeim mun lengra sem á kjörtímabilið hefur öllum verið ljóst að tími Jóhönnu kom ekki hér í den, vegna þess að hún hafði enga hæfileika til þess að leiða einn né neinn. Hún gat ekki einu sinni haft stjórn á sjálfri sér. Fyrir nokkrum mánuðum hrukku einhverjir Samfylkingarmenn sem vildu láta flokkinn lifa, og áttuðu sig á því að nýr formaður yrði að taka við í síðsta lagi um mitt ár 2012. Jóhann stappaði niður fætinum og flokkstjórnin hlýddi. Samfylkingin fer því í næstu kosningar án forystu. Með Jóhönnu eða ekki við stjórnvöldin.
Andstæðingar Samfylkingarinnar gleðgjast ógurlega. Líklegt er að Samfylkingin sé að nálgast 10% fylgið. Jóhanna hefur sett Samfylkinguna í útrýmingarbúðir. Gasið er byrjað að streyma.
![]() |
Segja forsætisráðherra fara rangt með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10